Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq
Reykjavík, Nov. 28, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq
Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ) tilkynnir með ánægju að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli átti sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi þann 27. nóvember 2024.
Helstu atriði
- Þann 26. nóvember 2024 fékk Amaroq endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á 1. áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hefur síðan starfað á fullum afköstum.
- Fyrsta steypun á gulli átti sér stað þann 27. nóvember 2024 þar sem framleitt var 1,2 kílógramm af gulli (39 troy-únsur) eftir vinnsla hafði staðið yfir í 10 klukkustundir.
- Félagið mun halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefnir á vikulega steypun á gulli.
Næstu skref
- Áætlað er að ljúka 2. áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás (e. flotation circuit), á öðrum ársfjórðungi 2025.
- Félagið stefnir á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á 4. ársfjórðungi 2025, þar sem unnin verða 260-300 tonn á dag af efni með áætluðum 12-16 g/t af gullstyrkleika.
- Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq (Mineral Resource Estimate 4) er áætluð á 1. ársfjórðungi 2025.
Eldur Olafsson, forstjóri Amaroq:
„Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar.
Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq er stór áfangi í okkar vegferð, sér í lagi þar sem náman mun nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur munu áherslur okkar snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns okkar í Grænlandi.
Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.”
Myndband af fyrstu framleiðslunni má sjá í eftirfarandi tengli:
https://youtube.com/shorts/YsHlvluY3lc
Fyrirspurnir:
Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Olafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com
Eddie Wyvill, markaðstengill
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com
Panmure Liberum Limited (Nominated Adviser and Corporate Broker)
Scott Mathieson
Nikhil Varghese
Kieron Hodgson
+44 (0) 20 7886 2500
Canaccord Genuity Limited (Corporate Broker)
James Asensio
Harry Rees
Tel: +44 (0) 20 7523 8000
Camarco (Financial PR)
Billy Clegg
Elfie Kent
Fergus Young
+44 (0) 20 3757 4980
For Corporation updates:
Follow @Amaroq_Minerals on X (Formerly known as Twitter)
Follow Amaroq Minerals Ltd. on LinkedIn
Further Information:
About Amaroq Minerals
Amaroq Minerals' principal business objectives are the identification, acquisition, exploration, and development of gold and strategic metal properties in South Greenland. The Company's principal asset is a 100% interest in the Nalunaq Gold mine. The Company has a portfolio of gold and strategic metal assets in Southern Greenland covering the two known gold belts in the region as well as advanced exploration projects at Stendalen and the Sava Copper Belt exploring for Strategic metals such as Copper, Nickel, Rare Earths and other minerals. Amaroq Minerals is continued under the Business Corporations Act (Ontario) and wholly owns Nalunaq A/S, incorporated under the Greenland Public Companies Act.
Neither TSX Venture Exchange nor its Regulation Services Provider (as that term is defined in policies of the TSX Venture Exchange) accepts responsibility for the adequacy or accuracy of this release.
Inside Information
This announcement does not contain inside information.
Legal Disclaimer:
EIN Presswire provides this news content "as is" without warranty of any kind. We do not accept any responsibility or liability for the accuracy, content, images, videos, licenses, completeness, legality, or reliability of the information contained in this article. If you have any complaints or copyright issues related to this article, kindly contact the author above.